Katla María verður áfram á Selfossi

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Katla María Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Katla María hefur verið einn af lykilleikmönnum Selfoss og með góðri frammistöðu unnið sér inn sæti í A-landsliðinu sem hún fór með á HM í nóvember síðastliðnum.

Hún útnefnd leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna á lokahófi Selfoss, þá var hún einnig valin leikmaður ársins í Grill 66 deild kvenna á lokahófi HSÍ.

„Það gleður okkur að þessi öflugi leikmaður og glæsilega fyrirmynd ætli að taka þátt í áframhaldandi uppsveiflu kvennahandboltans á Selfossi,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinPóstfjör við Krambúðina
Næsta greinSkíthrædd við allan fiðurfénað