Katla Björg framlengir á Selfossi

Katla Björg Ómarsdóttir. Ljósmynd/UMFS

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni er þessu fagnað, enda er Katla, sem er aðeins 22 ára gömul, er einn af reynslumestu leikmönnum Selfossliðsins.