Karlotta lánuð á Selfoss

Karlotta er komin í Selfossbúninginn. Ljósmynd/UMFS

Kvennaliði Selfoss í handbolta hefur borist liðsstyrkur en í gær var gengið frá lánssamningi við Karlottu Kjerúlf Óskarsdóttur. Hún kemur til Selfoss frá Val.

Karlotta er tvítugur örvhentur hornamaður sem einnig getur leyst hægri skyttuna. Karlotta er komin með leikheimild og lék sinni fyrsta leik með liðinu í dag gegn KA/Þór.

Það er skemmst frá því að segja að hún átti mjög góðan leik og skoraði 7 mörk úr 8 skotum.

Fyrri greinHamar-Þór vann í framlengingu
Næsta greinÞórir þjálfari ársins í Noregi