Karl Ágúst tekur við körfubolta-akademíunni

Á lokahófi Körfuknattleiksfélags Selfoss síðastliðinn laugardag var tilkynnt um ráðningu Karls Ágústs Hannibalssonar sem yfirþjálfara í Akademíu Selfoss-Körfu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í akademíunni munu Selfoss, Hrunamenn, Hamar og Þór Þorlákshöfn sameinast um keppnislið í stúlkna- og drengjaflokki undir nafni FSU. Þar verða tveir kynjaskiptir hópar á aðskildum æfingum í nýrri og endurbættri aðstöðu í Íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

Karl Ágúst, sem er hámenntaður íþróttafræðingur, hefur séð um yngriflokkastarfið á Selfossi undanfarin ár með eftirtektarverðum árangri. Hann verður áfram yfirþjálfari yngriflokkastarfsins og þjálfa nokkra flokka en hans aðalstarf verður stjórnun, þjálfun og kennsla í Akademíunni. Honum til aðstoðar þar verður Chris Caird sem nýverið var kynntur sem aðalþjálfari m.fl. karla á Selfossi.

Fyrri greinEndor fær styrk til þróunar á þjónustukerfi fyrir ofurtölvurekstur
Næsta greinElena í atvinnumennskuna