Karitas til liðs við Íslandsmeistarana

Karitas Tómasdóttir skrifar undir hjá Breiðabliki. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Karitas Tómasdóttir frá Hellu skrifaði í morgun undir samning við Íslandsmeistara Breiðabliks.

Karitas, sem er 25 ára, hefur leikið með Selfyssingum frá því hún kom frá KFR 17 ára gömul. Hún hefur samtals spilað 138 meistaraflokksleiki fyrir félagið og verið algjör lykilmaður á miðjunni hjá Selfyssingum undanfarin ár. Hún stundaði nám í Bandaríkjunum frá 2015-2018 og lék samhliða því með TCU háskólanum í Texas.

„Karitas er afar öflugur leikmaður, sterk í návígum, með mikla hlaupagetu og það er mikið fagnaðarefni að hún hafi valið að koma í Breiðablik,“ segir í tilkynningu frá Blikum.

Fyrri greinHamar tók af skarið undir lokin
Næsta greinStephens sú eina sem eitthvað kvað að