Karitas og Sindri valin í U19 ára landslið

Karitas Tómasdóttir og Sindri Pálmason hafa verið valin í U19 ára landslið kvenna og karla í knattspyrnu sem leika munu í Búlgaríu og Svíþjóð á næstunni.

Karitas fer með U19 ára liði kvenna til Búlgaríu þar sem liðið leikur í undanriðli Evrópumótsins 21.-26. september. Mótherjar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Sindri fer með U19 ára liði karla á Svíþjóðarmótið sem fram fer 17. – 21. september. Mótherjar Íslendinga á þessu móti verða Svíar, Norðmenn og Slóvakar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Karitas og Sindri eru valin í landsliðshóp.

Fyrri greinYoffe íhugar að lögsækja FIFA
Næsta greinKonubókastofan einnig tilnefnd