Karfan lokaðist í lokin

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars gaf heldur betur eftir í 4. leikhluta þegar liðið mætti Njarðvík á heimavelli í 1. deildinni í körfubolta í dag.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann, staðan í leikhléi var 38-38, en í 4. leikhluta skildi á milli. Staðan var 57-57 þegar rúm mínúta var liðin af 4. leikhluta en í framhaldinu lokaðist Njarðvíkurkarfan og Hamarsliðinu var fyrirmunað að skora. 

Njarðvík skoraði tíu stig í röð áður en Hamar skoraði sína einu tveggja stiga körfu í leikhlutanum og gestirnir svöruðu henni með því að skora sjö síðustu stig leiksins. Lokatölur 59-74.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 27 stig en Perla María Karlsdóttir og Dagrún Inga Jónsdóttir komu næstar, báðar með 7 stig. Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 6 stig og var frákastahæst með 8 fráköst.

Hamar er í 7. sæti 1. deildarinnar með 2 stig en Njarðvík er í 2. sæti með 10 stig.

Fyrri greinEldur í sumarhúsi í Miðhúsaskógi
Næsta grein„Veiðum stundum rjúpur í net“