Karen Rós framlengir á Selfossi

Karen Rós Torfadóttir. Ljósmynd/Selfoss

Markvörðurinn Karen Rós Torfadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Karen er 18 ára og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki á nýliðnu sumri.

Karen Rós, sem er frá Hornafirði og uppalin hjá Sindra, gekk í raðir Selfoss haustið 2021 og hefur verið aðalmarkvörður í 2. flokki. Hún lék tvo leiki í Bestu deildinni í sumar og stóð sig með prýði þar.

„Karen hefur vaxið mikið sem leikmaður á undanförnum tveimur árum og stóð sig mjög vel í lokaleikjum liðsins í Bestu deildinni. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að geta haldið henni áfram á Selfossi. Framtíð hennar sem leikmaður er björt,” segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri grein„Markaðurinn hefur trú á svæðinu“
Næsta greinSvanhildur sjálfboðaliði ársins hjá Almannaheillum