Karen Helga til liðs við Selfoss

Karen Helga Díönudóttir. Ljósmynd: Selfoss/Árni Þór Grétarsson

Karen Helga Díönudóttir hefur skrifað undir hjá handknattleiksdeild Selfoss og mun spila með liðinu út þessa leiktíð.

Karen Helga hafði lagt skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en tekur þá fram aftur og mun væntanlega hjálpa ungu liði Selfoss mikið með reynslu sinni í þeirri baráttu sem framundan er við að halda sætinu í Olísdeildinni.

Karen Helga er mjög öflugur miðjumaður með mikla leikreynslu en hún hefur leikið með Haukum allan sinn meistaraflokksferil þar sem hún hefur verið fyrirliði liðsins til margra ára.

Fyrri greinEnn skelfur Mýrdalsjökull
Næsta grein„Áhuginn er að vakna hjá fólki“