Kara, Þuríður og Carmen framlengja

Kara Rún Árnadóttir, Þuríður Guðjónsdóttir og Carmen Palamariu framlengdu í sumar samninga sína við handknattleiksdeild Umf. Selfoss og munu leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur.

Þær spila allar stórt hlutverk í liði Selfoss sem hefur keppni á Íslandsmótinu á morgun laugardag.

Selfoss fær þá KA/Þór í heimsókn en leikurinn fer fram í Vallaskóla kl. 13:30.

Norðanstelpur eru nýjar í deildinni en Selfoss er með ungt og efnilegt lið sem spilar nú sitt annað ár í Olísdeildinni. Gengi liðsins í fyrra var eins og væntingar stóðu til en það verður gaman að fylgjast með stelpunum í vetur, undir stjórn Sebastians Alexanderssonar.

Fyrri greinFengu hjól að gjöf „frá uppvakningunum“
Næsta greinBilun í stofnlögn í Árborg