Kanalausir Hvergerðingar töpuðu

Hamar tapaði stórt þegar Haukar komu í heimsókn í Frystikistuna í kvöld en þá hófst keppni í nýjan leik í Domino's-deild kvenna í körfubolta.

Haukar tóku leikinn í sínar hendur strax í upphafi leiks og leiddu 11-31 að loknum 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 26-45.

Þriðji leikhluti var jafn en Haukar tóku aftur góðan sprett í síðasta fjórðungnum og unnu hann 5-21 svo að lokatölur urðu 48-90.

Hamar lék án bandarísks leikmanns í leiknum en Suriya McGuire var látin taka pokann sinn fyrir jól. Bakvörðurinn Ali Ford mun leysa hana af hólmi en Ford var ekki komin með leikheimild fyrir leikinn í kvöld.

Tölfræði Hamars: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21 stig/12 fráköst (26 í framlag), Íris Ásgeirsdóttir 8 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7 stig, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7 stig/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3 stig, Karen Munda Jónsdóttir 2 stig.

Fyrri greinVarla fólksbílafært á Hellisheiði
Næsta greinSjö vilja stýra Litla-Hrauni og Sogni