Kaflaskiptir hálfleikar að Hrafnagili

Rúnar Þorvaldsson skoraði fyrir KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu 5. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið heimsótti Samherja á Hrafnagilsvöll í Eyjafirði.

Samherjar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og staðan var orðin 4-0 í hálfleik. Rangæingar gáfust ekki upp, Hjörvar Sigurðsson minnkaði muninn strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks og Rúnar Þorvaldsson bætti við öðru marki á 79. mínútu.

Þrátt fyrir ágætar sóknir var tíminn of naumur. Helgi Valur Smárason breytti stöðunni í 4-3 á fyrstu mínútu uppbótartímans og nær komust Rangæingar ekki.

Svekkjandi úrslit sem þýða það að Samherji fer upp í 2. sæti B-riðilsins með 20 stig en KFR er í 3. sætinu með 19 stig.

Fyrri greinFluttur með þyrlu eftir fall í Brúará
Næsta greinUppsveitir enn án stiga