KA sló Selfoss úr Lengjubikarnum

Selfyssingar ferðuðust norður yfir heiðar í dag og léku gegn KA í Boganum á Akureyri í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu.

Alfi Conteh kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu og Selfoss leiddi 0-1 í hálfleik. KA menn voru hins vegar mun ákveðnari í upphaf síðari hálfleiks og staðan var orðin 3-1 eftir tæpar fimmtán mínútur. KA bætti svo fjórða markinu við á lokaandartökum leiksins og lokatölur urðu 4-1.

Fyrri greinLions gaf hjartaritstæki í Laugarás
Næsta greinSelfyssingar steinlágu í fyrsta leik