KÁ lokaði á Stokkseyringa

Gunnar Flosi Grétarsson geysist upp að marki KÁ í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri fékk Knattspyrnufélag Ásvalla í heimsókn í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. KÁ sigraði 0-2.

Fyrri hálfleikur var markalaus en strax á 3. mínútu seinni hálfleiks komst KÁ yfir. Stokkseyringum varð ekkert ágengt upp við mark gestanna sem tvöfölduðu svo forskot sitt á 57. mínútu.

Þrátt fyrir ágætar sóknir Stokkseyringa á lokakaflanum, lokaði KÁ vörnin og markvörður þeirra á allt sem að teignum kom og mörkin í leiknum urðu ekki fleiri.

Stokkseyri er áfram í 7. sæti B-riðilsins með 4 stig en KÁ er í 4. sæti með 13 stig.

Fyrri greinDapurt gegn Djúpmönnum
Næsta greinNýr markmaður á Selfoss