Selfyssingar heimsóttu KA á Akureyri í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Akureyringarnir unnu öruggan sigur, 33-28.
Selfoss byrjaði illa í leiknum og eftir tæpar 7 mínútur var staðan orðin 7-2. KA náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 21-15.
KA hélt öruggu forskoti allan seinni hálfleikinn, Selfoss náði að minnka muninn í þrjú mörk um hann miðjan en þá gáfu Norðanmenn aftur í og juku forskotið.
Anton Breki Hjaltason var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Jason Dagur Þórisson skoraði 6, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3/1, Sölvi Svavarsson 2 og þeir Jónas Karl Gunnlaugsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Hákon Garri Gestsson, Elvar Elí Hallgrímsson og Árni Ísleifsson skoruðu allir 1 mark.
Alexander Hrafnkelsson átti stórleik í marki Selfoss, varði 20/2 skot og var með 39% markvörslu.
Selfoss er í 11. sæti deildarinnar með 7 stig en KA í 4. sætinu með 16 stig.
