Júlíus Óli í Selfoss

Dean Martin, þjálfari Selfoss, býður Júlíus Óla velkominn. Ljósmynd/Arnar Helgi Magnússon

Knattspyrnulið Selfoss í 2. deild karla hefur fengið Júlíus Óla Stefánsson til liðs við sig frá Augnabliki.

Júlíus, sem er 21 árs stundar nám í Bandaríkjunum, en er kominn heim í sumarfrí og hefur ákveðið að leika með Selfossi í sumar.

Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en lék ellefu leiki með Augnabliki í deild og bikar á síðasta sumri.

Selfoss tapaði í 1. umferð 2. deildarinnar 2-1 á heimavelli gegn Vestra og mætir Fjarðabyggð í 2. umferðinni á morgun kl. 14. Júlíus Óli kominn með leikheimild með Selfyssingum og gæti því spilað sinn fyrsta leik á morgun.

Fyrri greinAppelsínugulir gleðigjafar stigu dans
Næsta grein„Það er gaman að hafa gaman“