Júlíana spilar á Möltu í vetur

Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa. Ljósmynd/Hamar

Knattspyrnukonan Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa, leikmaður Hamars, er gengin til liðs við Mgarr United á Möltu.

Júlíana, sem er fædd árið 2000, er uppalin í Fram, en hefur síðustu tvö tímabil spilað í Hveragerði. Hún á að baki 18 leiki og 3 mörk í deild- og bikar með liðinu.

Júlíana samdi við Mgarr United sem spilar í úrvalsdeildinni á Möltu og mun leika með liðinu fram að sumri og snýr þá aftur til Hveragerðis áður en Íslandsmótið hefst hjá Hamri.

Fotbolti.net greinir frá þessu

Fyrri grein„Við sem héldum að þau væru öll fokin nú þegar“
Næsta greinBláskógaskóli Laugarvatni fær Erasmus+ styrk