Jovanov stigahæstur í bikarsigri

Máté Dalmay, þjálfari Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar komst nokkuð örugglega í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik í dag með 63-70 sigri á b-liði Vestra á Ísafirði.

Hamarsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 24-46. Hvergerðingarnir slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik en það kom ekki að sök.

Tölfræði Hamars: Florijan Jovanov 23/12 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 16/5 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 11, Arnar Daðason 7/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Daníel Sigmar Kristjánsson 6/8 fráköst.
Fyrri grein„Eigum að klára þessa leiki“
Næsta greinÞórsarar sterkir í seinni hálfleik