Jose Medina í Þór

Jose Medina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn hefur samið við spænska bakvörðinn Jose Medina um að leika með liði félagsins í úrvalsdeildinni í körfubolta út þessa leiktíð.

Medina var leystur undan samningi hjá Hamri á dögunum eftir að hafa leikið sex leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur. Þar skilaði hann 12 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali.

„Það er mikil ánægja að fá Jose Medina inn í Þórsfjölskylduna. Jose kom nágrönnum okkar í Hamar upp í deild þeirra bestu í fyrra og gerði það sama með Haukum árið áður. Við hlökkum til að sjá Jose í grænu og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Hamingjuna,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Þórsara.

Medina er 30 ára leikstjórnandi og hefur leikið á Íslandi síðustu tvö ár en hann hefur áður leikið á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi.

Fyrri grein„Það er brjálað að gera hjá okkur“
Næsta greinÁslaug Dóra til Svíþjóðar