Jordan verður áfram í hamingjunni

Jordan Semple. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshöfn hefur framlengt samning sinn við framherjann Jordan Semple út næsta tímabil.

Jordan kom til Þórs í janúar frá KR og hafði strax mjög góð áhrif á liðið og lét til sín taka í vörninni. Hann skoraði 13 stig að meðaltali fyrir Þór, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar, auk þess að verja flest skot allra leikmanna í deildinni.

Það var mikil ánægja með frammistöðu Jordan í herbúðum Þórs í vetur og eftir því sem sunnlenska.is kemst næst er hann fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila fleiri en eitt tímabil fyrir Þór frá því Lárus Jónsson tók við stjórn liðsins.

Fyrri greinOlga nýr varaforseti ÍSÍ
Næsta greinFljúgandi villisvín sækja í sig veðrið