Jón Vignir framlengir til þriggja ára

Jón Vignir Pétursson. Ljósmynd/Selfoss Fótbolti

Miðjumaðurinn Jón Vignir Pétursson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Jón Vignir, sem er 19 ára gamall heimamaður, hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem lykilmaður í liði Selfoss, bæði innan vallar sem utan. Hann spilaði 24 af 26 leikjum liðsins á síðasta tímabili og hefur alls spilað 62 leiki fyrir félagið undanfarin þrjú ár.

„Við erum gífurlega ánægð með þennan nýja samning við Jón. Það vita allir okkar stuðningsmenn hversu mikilvægur hann er liðinu og það er frábært að ungir Selfyssingar séu að framlengja við félagið og taka þátt í uppbyggingunni. Jón er frábær fyrirmynd fyrir unga iðkendur félagsins sem vilja ná langt og spila fyrir meistaraflokk,” segir Dean Martin, þjálfari meistaraflokks karla.

Fyrri greinFjárhagsleg markmið um rekstur Árborgar
Næsta greinTólf spurningar – og svör – frá íbúafundinum