Jón Örn sigraði á Egilsstöðum

Jón Örn Ingileifsson sigraði í flokki sérútbúinna bíla á torfærukeppninni á Egilsstöðum um helgina og hefur fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum á Íslandsmótinu.

Jón Örn náði forystunni í 2. braut og hélt henni til enda í skemmtilegri og tilþrifamikilli keppni. Selfyssingar röðuðu sér á öll þrepin á verðlaunapallinum í sérútbúna flokknum því Hafsteinn Þorvaldsson varð annar og Jóhann Rúnarsson þriðji.

Benedikt Sigfússon varð í 6. sæti en hann ók nær alla keppnina á afturdrifinu eingöngu. Sverrir Rúnarsson og Róbert Agnarsson óku báðir Heimasætunni en hvorugur náði í stigasæti. Björn Bragi Sævarsson gat ekki tekið þátt í keppninni vegna bilana í Skjálfta.

Keppni í götubílaflokki var hörð framanaf en Stefán Bjarnhéðinsson seig framúr þegar leið á keppnina. Þegar tvær brautir voru eftir var Haukur Þorvaldsson í 5. sæti en hann ók án refsingar í 5. braut og náði bestum tíma í tímabrautinni og náði með því 2. sætinu.

Jón Örn er kominn langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sérútbúna flokknum þegar tvær umferðir eru eftir. Keppni í götubílaflokknum er harðari en þar hefur Haukur 12 stiga forystu.

Staðan í Íslandsmótinu að loknum fjórum umferðum:

Sérútbúnir:
1. Jón Örn Ingileifsson – 40 stig
2. Hafsteinn Þorvaldsson – 24 stig
3. Jóhann Rúnarsson – 23 stig
4. Benedikt Helgi Sigfússon – 15 stig
5. Ólafur Bragi Jónsson – 16 stig
6. Guðlaugur Sindri Helgason – 11 stig
7. Björn Bragi Sævarsson – 9 stig
8. Leó Viðar Björnsson – 8 stig
9. Jóhann Birgir Magnússon – 2 stig
10. Bjarki Reynisson – 5 stig
11. Kristmundur Dagsson – 2 stig
12. Daníel Ingimundarson – 1 stig

Götubílar:
1. Haukur Þorvaldsson – 38 stig
2. Stefán Bjarnhéðinsson – 26 stig
3. Steingrímur Bjarnason – 24 stig
4. Sigurður Þór Jónsson – 14 stig
5. Guðni Jónsson – 13 stig
6. Hlynur B. Sigurðsson – 12 stig
7. Magnús Sigurðsson – 11 stig
8. Ívar Guðmundsson – 10 stig
9. Hannes Þórarinsson – 4 stig
10. Davíð Snær Guttormsson – 1 stig