Jón Örn og Haukur sigruðu aftur

Jón Örn Ingileifsson og Haukur Þorvaldsson sigruðu sína flokka á öðrum degi Hellutorfærunnar í dag.

Sigur Jóns var mjög öruggur en hörð keppni var um 2.-5. sætið og voru miklar sviptingar þegar síðasta brautin, mýrin, var ekin. Hafsteinn Þorvaldsson náði 2. sætinu í mýrinni en Hafsteinn fékk að brúka Heimasætu Róberts Agnarssonar eftir að hafa brætt úr Torfunni í gær. Hafsteinn náði því í dýrmæt stig á Íslandmótinu í dag en Jóhann Rúnarsson varð þriðji.

Keppni í götubílaflokki var æsispennandi en Haukur náði að knýja fram sigur í síðustu brautinni. Steingrímur Bjarnason leiddi keppnina þegar kom að akstri í mýrinni en Steingrímur strandaði á miðri leið á meðan Haukur komst alla brautina og sigraði.

Lokastaðan á Hellu í dag var þessi:

Sérútbúnir:
1. Jón Örn Ingileifsson – 2026 stig
2. Hafsteinn Þorvaldsson – 1483 stig
3. Jóhann Rúnarsson – 1462 stig
4. Leó Viðar Björnsson – 1405 stig
5. Ólafur Bragi Jónsson – 1293 stig
6. Björn Bragi Sævarsson – 1005 stig
7. Guðlaugur S. Helgason – 840 stig
8. Benedikt Sigfússon – 760 stig
9. Daníel Ingimundarson – 670 stig
10. Róbert Agnarsson – 535 stig

Götubílar:
1. Haukur Þorvaldsson – 1937 stig
2. Stefán Bjarnhéðinsson – 1848 stig
2. Steingrímur Bjarnason – 1767 stig
3. Sigurður Þór Jónsson – 1603 stig
5. Guðni Jónsson – 1308 stig
6. Magnús Sigurðsson – 1080 stig
7. Hlynur B. Sigurðsson – 1069 stig
8. Ívar Guðmundsson – 0 stig

Staðan í Íslandsmótinu að loknum þremur umferðum:

Sérútbúnir:
1. Jón Örn Ingileifsson – 30 stig
2. Jóhann Rúnarsson – 17 stig
3. Hafsteinn Þorvaldsson – 16 stig
4. Benedikt Helgi Sigfússon – 12 stig
5. Ólafur Bragi Jónsson – 11 stig
6. Guðlaugur Sindri Helgason – 10 stig
7. Björn Bragi Sævarsson – 9 stig
8. Leó Viðar Björnsson – 8 stig
9. Jóhann Birgir Magnússon – 2 stig
10. Bjarki Reynisson – 1 stig
11. Daníel Ingimundarson – 1 stig

Götubílar:
1. Haukur Þorvaldsson – 30 stig
2. Steingrímur Bjarnason – 18 stig
5. Stefán Bjarnhéðinsson – 16 stig
4. Sigurður Þór Jónsson – 14 stig
3. Hlynur B. Sigurðsson – 12 stig
7. Guðni Jónsson – 10 stig
6. Magnús Sigurðsson – 9 stig
8. Ívar Guðmundsson – 5 stig