Jón Örn Íslandsmeistari

Selfyssingurinn Jón Örn Ingileifsson sigraði í Bílar&hjól torfærunni í Stapafelli á Reykjanesi í dag og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í sérútbúna flokknum.

Jón Örn vann öruggan sigur í sérútbúna flokknum í dag og vann þar með yfirburðasigur á Íslandsmótinu. Keppnin í dag var lokaumferð Íslandsmótsins.

Haukur Þorvaldsson varð í 3. sæti á Torfunni og Hafsteinn bróðir hans 4. á sama bíl. Benedikt Sigfússon varð í 6. sæti á Hlunknum og sonur hans Sigfús í 8. sæti á sama bíl. Björn Bragi Sævarsson var á milli þeirra í 7. sæti en hann ók Heimasætu Róberts Agnarssonar í dag.

Í flokki götubíla varð Ívar Guðmundsson í 4. sæti.

Lokastaðan í Íslandsmótinu:

Sérútbúnir:
1. Jón Örn Ingileifsson – 54 stig
2. Hafsteinn Þorvaldsson – 40 stig
3. Jóhann Rúnarsson – 30 stig
4. Ólafur Bragi Jónsson – 29 stig
5. Benedikt Helgi Sigfússon – 21 stig
6. Leó Viðar Björnsson – 18 stig
7. Guðlaugur Sindri Helgason – 11 stig
8. Björn Bragi Sævarsson – 11 stig
9. Bjarki Reynisson – 6 stig
10. Haukur Þorvaldsson – 6 stig
11. Daníel Ingimundarson – 3 stig
12. Jóhann Birgir Magnússon – 1 stig
13. Róbert Agnarsson – 1 stig
14. Sigfús G. Benediktsson – 1 stig

Götubílar:
1. Haukur Þorvaldsson – 48 stig
2. Steingrímur Bjarnason – 42 stig
3. Stefán Bjarnhéðinsson – 32 stig
4. Magnús Sigurðsson – 22 stig
5. Ívar Guðmundsson – 15 stig
6. Sigurður Þór Jónsson – 14 stig
7. Guðni Jónsson – 13 stig
8. Hlynur B. Sigurðsson – 12 stig
9. Páll Pálsson – 8 stig
10. Ingólfur Guðvarðsson – 8 stig
11. Hannes Þórarinsson – 7 stig