Jón Guðni til Brann

Jón Guðni skrifar undir samninginn. Ljósmynd/brann.no

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Brann. Hann kemur á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Krasnodar í Rússlandi.

„Það er frábært að vera kominn hingað og ég hlakka til að komast út á völlinn og hitta nýju liðsfélagana,“ segir Jón Guðni á heimasíðu Brann.

Jón Guðni lenti í Bergen síðastliðinn sunnudag og eftir að hafa setið í sóttkví þangað til hann fékk neikvæða niðurstöðu í dag fór hann beina leið á völlinn í læknisskoðun og skrifaði síðan undir samning.

Fyrri greinGrunur um salmonellu í kjúklingi
Næsta greinStórvirki um sunnlenska atvinnu- og verslunarsögu