Jón Guðni til sænsku meistaranna

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson frá Þorlákshöfn hefur gert þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping en hann hefur undanfarið leikið með GIF Sundsvall.

fotbolti.net greinir frá þessu.

„Ég held að það sé kominn tími á þetta. Ég held að það sé gott fyrir mig sem leikmann að komast í eitthvað betra,“ sagði Jón Guðni við Fótbolta.net á dögunum þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa herbúðir Sundsvall.

Jón Guðni er 26 ára gamall en hann fór 17 ára gamall frá Ægi í Fram áður en hann fór til Beerschot í Belgíu árið 2011. Hann spilaði í eitt ár í Belgíu og flutti sig þá til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið lykilmaður hjá Sundsvall.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinJólaljósin tendruð á Hellu