Jón Guðni íþróttamaður Ölfuss 2010

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram og U21 árs landsliðs Íslands, var valinn íþróttamaður ársins 2010 í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Versölum í Þorlákshöfn í dag.

Jón Guðni átti frábært sumar árið 2010 og var einn af lykilmönnum Fram í Pepsideildinni. Þar spilaði hann 17 leiki og skoraði 5 mörk. Jón Guðni spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars og alls urðu þeir fjórir á árinu.

Þá spilaði Jón Guðni með U21 árs liði Íslands sem náði þeim frábæra árangri að komast í úrslit Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu 2011. Jón Guðni var valinn í lið ársins hjá KSÍ og hlaut ýmsar fleiri viðurkenningar á árinu.

Ellefu íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins í Ölfusi en Íþrótta- og æskulýðsnefnd Ölfuss velur hver hlýtur titilinn og er þetta í tólfta sinn sem valið fer fram.

Tilnefnd voru:
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, fimleikar, Umf. Þór
Axel Örn Sæmundsson, badminton, Umf. Þór
Bjarni Már Valdimarsson, knattspyrna, Kf. Ægir
Emil Karel Einarsson, körfubolti, Umf. Þór
Eva Lind Elíasdóttir, frjálsar íþróttir, Umf. Þór
Hjörtur Már Ingvarsson, sund, Íþróttafélag fatlaðra
Ingvar Jónsson, golf, Golfklúbbur Þorlákshafnar
Jón Guðni Fjóluson, knattspyrna, Kf. Fram
Þorsteinn Guðnason, hestaíþróttir, Hmf. Háfeti
Þorsteinn Helgi Sigurðsson, akstursíþróttir, Umf. Þór
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, hestaíþróttir, Hmf. Ljúfur