Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson verður kynntur sem leikmaður Selfoss í dag en hann er að snúa aftur í heimabæinn eftir þrettán ára dvöl sem atvinnumaður erlendis.
Selfyssingar hafa boðað til blaðamannafundar á MAR Seafood í miðbæ Selfoss kl. 13. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hefur Jón Daði skrifað undir samning við Selfoss út tímabilið 2027.
Jón Daði lék síðast með Selfossliðinu sumarið 2012 en síðan hefur hann leikið með Viking í Noregi, Kaiserslautern í Þýskalandi og Úlfunum, Reading, Millwall, Bolton, Wrexham og Burton Albion á Englandi.
Hann hefur leikið 64 landsleiki og lék bæði á EM 2016 og HM 2018.
