Jón Daði tryggði Íslandi jafntefli

Jón Daði Böðvarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Íslands sem spilaði vináttulandsleik í dag gegn Úganda. Leikurinn fór fram í Belek í Tyrklandi.

Jón Daði hefur ekki fengið margar mínútur með félagsliði sínu, Millwall, í vetur og þar af leiðandi ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu. Hann var í byrjunarliðinu í dag og lét að sér kveða strax á 6. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Viðars Ara Jónssonar í netið, eftir fallega sókn.

Úganda jafnaði úr vítaspyrnu á 32. mínútu og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli í frekar bragðdaufum leik. Jón Daði var tekinn af velli á 60. mínútu.

Fyrri greinTveir smitaðir léku lausum hala
Næsta grein618 í einangrun á Suðurlandi