Jón Daði genginn til liðs við Bolton

Ljósmynd/bwfc.co.uk

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson frá Selfossi er genginn til liðs við C-deildar lið Bolton á Englandi en hann kemur til liðsins úr frystikistunni í Millwall.

Jón Daði hefur nánast ekkert fengið að leika fyrir Millwall í vetur og var fyrirséð að hann myndi finna sér nýtt félag núna í janúarglugganum en hann hefur verið hjá Millwall í tvö og hálft ár. Jón Daði gerir 18 mánaða samning við Bolton og gæti verið í leikmannahópi liðsins næstkomandi laugardag.

Bolton þekkir vel til íslenskra leikmanna en Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjonsen og Grétar Rafn Steinsson hafa allir leikið með félaginu.

„Bolton er stórt félag sem ég hef þekkt frá því ég var lítill strákur að fylgjast með ensku úrvalsdeildinni. Ég er í skýjunum yfir því að vera kominn hingað og vonandi get ég nýtt mína reynslu til þess að hjálpa liðinu,“ segir Jón Daði í viðtali á heimasíðu Bolton.

Ljósmynd/bwfc.co.uk
Fyrri grein1.677 í einangrun og sóttkví á Suðurlandi
Næsta greinÓmar Ingi og Janus drógu vagninn