Jón Daði og Guðmundur léku í tapi U21

Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Guðmundur Þórarinsson komu báðir við sögu þegar U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu tapaði 5-0 fyrir Englendingum í Colchester í kvöld.

Báðir voru þeir varamenn í leiknum en Jón Daði kom inná á á 53. mínútu og lét strax til sín taka. Guðmundur kom inná á 72. mínútu en fjórum mínútum síðar átti Jón Daði skalla að marki sem markvörður Englendinga átti ekki í vandræðum með.

Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins því England skoraði þrjú mörk á síðustu sex mínútum leiksins þegar þrek Íslendinganna virtist vera þrotið.

Þetta var fyrsti leikur Jóns Daða og Guðmundar fyrir U21 árs liðið en báðir hafa þeir leikið með yngri landsliðum Íslands.

Fyrri greinHefja stefnumótun í atvinnumálum
Næsta greinGunnlaugur sigraði