Jón Daði í Nettó á laugardag

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu, mun taka á móti aðdáendum sínum í verslun Nettó við Austurveg 42 á Selfossi á morgun, laugardag, frá klukkan 17:00.

Þar ætlar hann að koma sér vel fyrir og gefa aðdáendum eiginhandaráritanir.

Fyrir þá fyrstu þrjátíu sem mæta og heilsa upp á Jón Daða, verða sjaldgæfar gullmyndir af kappanum í boði. Auk þess verða til sölu sérleg gjafabox, þar sem Jón Daði er í aðalhlutverki.

Líkt og flestir vita hóf Jón Daði glæstan ferilinn með knattspyrnuliði Selfoss. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn fremsti knattspyrnumaður þjóðarinnar og spilar nú með enska liðinu Reading við góðan orðstír.

Jón Daði heldur von bráðar utan til Rússlands ásamt liðsfélögum sínum, þar sem íslenska karlalandsliðið keppir í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Fyrsti leikur liðsins verður gegn liði Argentínu þann 16. júní svo óhætt er að segja að spennan stigmagnist dag frá degi.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Nettó til þess að kasta kveðju á sinn mann áður en hann heldur út á vit ævintýranna.

Fyrri greinMagnús Karel segir frá húsunum á Bakkanum
Næsta greinÁrborg og Björg semja til 2022