Jón Daði til reynslu hjá Nordsjælland

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson heldur um helgina til Danmerkur þar sem hann verður til skoðunar hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Nordsjælland.

Jón Daði fer út ásamt KR-ingnum Kjartani Henry Finnbogasyni en báðir verða þeir í vikutíma hjá félaginu sem situr í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er í annað sinn sem Jón Daði, sem er 19 ára gamall, sparkar á danskri grund en hann var í herbúðum AGF fyrstu mánuði þessa árs og lék þá með varaliði félagsins.