Jón Daði til Aserbaidsjan

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið valinn í U21 árs landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætir Aserbaidsjan í undankeppni EM á hlaupársdag.

Jón Daði lék sinn fyrsta U21 árs leik á Englandi í nóvember sl. Auk Jóns Daða er Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson, ÍBV, í hópnum.

Leikið verður í Baku 29. febrúar. Íslendingar eru með 3 stig eftir fjóra leiki en Aserar hafa hlotið 1 stig, einnig eftir fjóra leiki.