Jón Daði skoraði bikarmark

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson skoraði eitt mark fyrir Viking sem vann Vaulen, 4-0, í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag.

Jón Daði var ógnandi og átti sláarskot að auki.

Sarpsborg 08 vann D-deildarlið Sparta, 3-0. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliðinu hjá Sarpsborg og átti fínan leik.

Fyrri greinBjarki lánaður á Selfoss
Næsta greinSjafnarblóm til sölu