Jón Daði, Sigurður og Stefán í U21 úrtak

Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson og Stefán Ragnar Guðlaugsson hafa verið valdir í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu.

U21 árs liðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn Englandi í undankeppni EM 2013. Leikurinn fer fram í Englandi 10. nóvember nk.

Æfingahópurinn sem var valinn núna er eingöngu skipaður leikmönnum með íslenskum félagsliðum en endanlegur hópur verður tilnefndur í nóvember.