Jón Daði og Viðar mæta Tékkum

Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir í A-landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Tékkum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í næstu viku.

Jón Daði, sem leikur með Viking í Noregi og Viðar Örn, sem leikur með Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, hafa báðir verið í hópnum í undankeppni EM hingað til. Jón Daði hefur leikið tólf A-landsleiki en Viðar Örn fjóra.

Ísland er í góðri stöðu í riðlinum með 12 stig í 2. sæti, einu stigi á eftir Tékkum. Eini tapleikur Íslands í riðlinum var gegn Tékklandi á útivelli og Íslendingar eru væntanlega tilbúnir til þess að kvitta fyrir það á heimavelli föstudaginn 12. Júní kl. 18:45. Uppselt er á leikinn.

Fyrri greinSnör viðbrögð komu í veg fyrir milljónatjón
Næsta greinTívolí í Barnabæ á morgun