Jón Daði með þrennu á fimm mín­út­um

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvars­son skoraði þrennu á fimm mín­út­um und­ir lok leiks Ålgård og Vik­ing í norsku bik­ar­keppn­inni í knatt­spyrnu í dag.

Vik­ing vann 0-7 sig­ur á Ålgård í þess­ari 1. um­ferð bik­ar­keppn­inn­ar en Ålgård leik­ur í norsku D-deild­inni.

Jón Daði kom inná sem varamaður á 73. mín­útu, í stöðunni 4:0, og skoraði þrjú síðustu mörk­in á fimm mín­útna kafla í lok­in.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinOpið hús hjá Leikfélagi Selfoss
Næsta greinFjölskylduhátíð í Listasafninu