Jón Daði markahæstur hjá Reading

Keppni í ensku Championship-deildinni í knattspyrnu lauk í gær. Jón Daði Böðvarsson lauk tímabilinu sem markahæsti leikmaður Reading.

Gengi Reading liðsins var ekki hið besta í vetur og þegar leið á mótið var liðið í fallhættu. Jón Daði og félagar náðu þó að forðast fall en liðið varð í 20. sæti deildarinnar af 24 liðum.

Selfyssingurinn lagði heldur betur sitt af mörkum fyrir hina konunglegu í vetur því hann varð markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk, þar af sjö í deildinni. Öll mörkin hans má sjá hér að neðan.

Fyrri greinChris Caird tekur við Selfossliðinu
Næsta greinFjölbrautaskólanemar heimsóttu verkstað við Álalæk