Jón Daði lék vel í tapleik

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson frá Selfossi er nú við æfingar hjá úrvalsdeildarliði Silkeborgar í Danmörku.

Jón Daði lék 90 mínútur í leik með varaliði Silkeborgar gegn Aab í dag og var besti maður vallarins að mati útsendara sunnlenska.is á leiknum.

Silkeborg tapaði 0-2 en Jón Daði komst sem fyrr segir vel frá leiknum og var nálægt því að skora.

Hann mun mæta á þrjár æfingar til viðbótar hjá Silkeborg áður en hann kemur aftur til Íslands á föstudaginn.