Jón Daði í U21 landsliðið

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið valinn í U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu sem mætir Englandi í undankeppni Evrópumótsins í næstu viku.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Daði er valinn í U21 árs liðið en hann á að baki sjö landsleiki fyrir U19 ára landslið Íslands. Hann er einn þriggja sóknarmanna í landsliðshópnum að þessu sinni.

Guðmundur Þórarinsson, ÍBV, er einnig í hópnum eins og í fyrri leikjum Íslands í riðlinum.

Ísland mætir Englandi í Colchester fimmtudaginn 10. nóvember en leikurinn er fjórði leikur Íslands í undanriðli EM 2013.