Jón Daði í U21 árs liðið

Jón Daði Böðvarsson er eini Selfyssingurinn í nítján manna landsliðshópi U21 árs liðs Íslands í knattspyrnu sem mætir Azerum og Norðmönnum í byrjun júní.

Leikirnir eru í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Jón Daði, sem fagnar tvítugsafmæli sínu í dag (og við óskum honum til hamingju með það) hefur áður leikið tvo landsleiki með U21 árs liðinu.