Jón Daði í byrjunarliðinu

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi, verður í byrjunarliðinu þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætir Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi á morgun.

Þetta verður annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012. Annar Selfyssingur, Guðmundur Þórarinsson sem leikur með Sarpsborg í Noregi, er á varamannabekknum og ef hann kemur inná verður það hans fyrsti A-landsleikur.

Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum:
Hannes Þór Halldórsson (M)
Ari Freyr Skúlason (F)
Indriði Sigurðsson
Hallgrímur Jónasson
Birkir Sævarsson
Matthías Vilhjálmsson
Theodór Elmar Bjarnason
Haukur Páll Sigurðsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Jón Daði Böðvarsson
Arnór Smárason

Fyrri greinÞórsarar komnir í undanúrslit
Næsta greinVíkingur hefur áætlunarferðir í Landeyjahöfn