Jón Daði í byrjunarliðinu

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi, verður í byrjunarliðinu þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætir Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi á morgun.

Þetta verður annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012. Annar Selfyssingur, Guðmundur Þórarinsson sem leikur með Sarpsborg í Noregi, er á varamannabekknum og ef hann kemur inná verður það hans fyrsti A-landsleikur.

Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum:
Hannes Þór Halldórsson (M)
Ari Freyr Skúlason (F)
Indriði Sigurðsson
Hallgrímur Jónasson
Birkir Sævarsson
Matthías Vilhjálmsson
Theodór Elmar Bjarnason
Haukur Páll Sigurðsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Jón Daði Böðvarsson
Arnór Smárason