Jólasteikin sat í Gnúpverjum

Gnúpverjar töpuðu 101-80 þegar þeir sóttu topplið Skallagríms heim í 1. deild karla í körfubolta, en keppni hófst aftur í deildinni eftir jólafrí í kvöld.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta slitu Skallarnir sig frá Gnúpverjum og leiddu 54-42 í hálfleik. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn í 3. leikhluta en staðan eftir hann var orðin 76-54. Gnúpverjar hresstust í síðasta fjórðungnum en það var of seint og Skallagrímur vann öruggan sigur.

Everage Richardson var lang atkvæðamestur í liði Gnúpverja og skoraði hátt í mörgum tölfræðiþáttum.

Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 34/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Atli Örn Gunnarsson 16/14 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 10, Tómas Steindórsson 8/5 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 6, Bjarki Rúnar Kristinsson 2, Hákon Már Bjarnason 2, Ívar Örn Hákonarson 2.

Fyrri greinStillt upp á D-listann í Hveragerði
Næsta greinSlitgigtarskóli á Selfossi