Jólahátíð Sleipnis í dag

Jólahátíð Hestamannafélagsins Sleipnis verður haldin í reiðhöllinni á Brávöllum í dag kl. 14-16. Þar verður ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna.

Teymt verður undir börnum, heitt súkkulaði, klattar og smákökur á vægu verði. Jólasveinar koma á hestbaki og syngja með Gumma Tóta og börnunum. Einnig verður jólatréssala, harmonikkuleikur og lúðrasveit.

Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis.

Fyrri greinSelfyssingar niðurlægðir á heimavelli
Næsta greinStormur á Suðurlandi