Jólahátíð í Hálsaskógi

Miðvikudaginn 18. desember síðastliðinn fór fram jólasýning fimleikadeildar Ungmennafélags Stokkseyrar. Að þessu sinni sýndi fimleikadeildin frumsamið leikrit sem bar heitið „Jólahátíð í Hálsaskógi“.

Um 40 iðkendur ásamt þjálfurum tóku þátt í uppsetningu sýningarinnar sem var hin glæsilegasta. Hinn góðkunni leikari, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, fór með hlutverk sögumannsins og söng hin efnilega Hulda Kristín Kolbrúnardóttir einsöng.

Um 150 áhorfendur mættu á sýninguna og fóru allir glaðir og sáttir heim að henni lokinni.