Jóhanna sæmd silfurmerki ÍSÍ

Jóhanna ásamt Hannesi Sigurbirni Jónssyni, formanni KKÍ, Hilmari Júlíussyni, Páli Kolbeinssyni og Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni hjá ÍSÍ. Ljósmynd: Jónas Ottósson/KKÍ

Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs í Þorlákshöfn, var sæmd silfurmerki Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á ársþingi KKÍ á dögunum.

Jóhanna hefur um árabil verið lykilmanneskja hjá körfuknattleiksdeild Þórs, og reyndar víðar því hún hefur sinnt ýmsum störfum í íþróttahreyfingunni, bæði innan héraðs og utan í gegnum tíðina.

Auk Jóhönnu fékk Hilmar Júlíusson silfurmerki og þeir Páll Kolbeinsson og Hannes S. Jónsson voru sæmdir gullmerki ÍSÍ.

Fyrri greinJana Lind glímudrottning Íslands í fyrsta sinn
Næsta greinForritunarnámskeið á laugardaginn