Jóhann í Selfoss

Meistaraflokkslið Selfoss í handbolta styrkti hóp sinn á dögunum þegar liðið samdi við Akureyringinn Jóhann Gunnarsson.

Jóhann hefur leikið með Þór og Akureyri Handboltafélagi allan sinn feril að undanskildum vetrinum í fyrra þegar hann lék með Fjölni eftir áramót.

Hann er 22 ára gamall og getur leikið allar stöður fyrir utan sem og vinstra horn auk þess sem hann er sterkur varnarmaður.