Jöfnunarmark í blálokin

Ægir og Dalvík/Reynir skildu jöfn þegar liðin mættust á Dalvíkurvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en í upphafi þess síðari kom Jonathan Hood Ægismönnum yfir. Tíu mínútum síðar jöfnuðu Dalvíkingar. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom Darko Matejic Ægi yfir á nýjan leik en heimamenn jöfnuðu aftur, á lokamínútunni, og liðin sættust á skiptan hlut, 2-2.

Ægir er í 8. sæti deildarinnar með 15 stig en Dalvík/Reynir í 7. sætinu með 17 stig.