Jöfnunarmark á elleftu stundu

Það var mikil dramatík á lokakaflanum þegar Ægir tók á móti KFG í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Jonathan Hood kom Ægi yfir á upphafsmínútum leiksins og staðan var 1-0 allt þar til rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu gestirnir metin og KFG náði svo að komast í 1-2 með marki á lokamínútunni.

Ægismenn gáfust ekki upp og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Gunnar Bent Helgason metin fyrir Ægi. Lokatölur 2-2.

Ægir hefur 8 stig í 7. sæti deildarinnar en KFG er með 18 stig í 5. sætinu.

Fyrri greinSelfoss tryggði sér sigurinn í uppbótartíma
Næsta greinHús á Stokkseyri ónýtt eftir eldsvoða